Bretar hrifnir af styttingu vinnuviku Íslendinga

Vinnuvikan hefur verið stytt hjá fjölda landsmanna.
Vinnuvikan hefur verið stytt hjá fjölda landsmanna. mbl.is/Hari

Stytting vinnuvikunnar á Íslandi þykir sýna gríðarlega góðan árangur samkvæmt breskum fjölmiðlum. Meðal fjölmiðla sem hafa fjallað um málið er BBC, Independant, Daily Mail og The Sun.

Umfjöllun miðlanna byggir á rannsókn sem gerð var 2015 til 2019 af Reykjavíkurborg og ríkinu. 2.500 einstaklingar tóku þátt í rannsókninni. Þar segir að framleiðni hafi haldist sú sama eða orðið meiri á flestum vinnustöðum. 

Þá fann fólk fyrir minni streitu og minni áhætta var á að fólk yrði fyrir kulnun í starfi. Will Stronge, forstjóri hugveitunnar Autonomy, segir rannsóknina sýna hversu gríðarlega góður árangur fáist af styttingu vinnuvikunnar. Haft er eftir Stronge að stjórnvöld í Bretlandi eigi að íhuga fyrirkomulagið fyrir breska vinnumarkaðinn. 

Ýmsir vinnustaðir hérlendis hafa hins vegar lýst yfir áhyggjum af manneklu vegna styttingu vinnuvikunnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert