Leifar hússins jafnaðar við jörðu

Fjölbýlishús í Miami sem hrundi að hluta 24. júní síðastliðinn hefur verið jafnað við jörðu. Ákveðið var að sprengja það sem eftir var af byggingunni þar sem fellibylurinn Elsa stefnir á Flórída og óttast er að rústir hússins geti valdið skaða. 

Sprengiefni var notað við niðurrifið og var fyllsta öryggis gætt að sögn Daniella Levine Cava, borgarstjóra Miami-Dade County, og mun leit hefjast að nýju um leið og aðstæður teljast öruggar. 24 hafa fundist látnir og 121 er enn saknað.

Ákveðið var að sprengja það sem eftir var af byggingunni …
Ákveðið var að sprengja það sem eftir var af byggingunni þar sem fellibylurinn Elsa stefnir á Flórída og óttast er að rústir hússins geti valdið skaða. AFP

Tólf hæða fjölbýlishúsið var hluti af Champlain-turnunum og hrundi suðurturninn að hluta fyrir ellefu dögum. Á myndskeiðinu hér að neðan má sjá þegar suðurturninn var jafnaður við jörðu. 


 

24 hafa fundist látnir en 121 er enn saknað. Ellefu …
24 hafa fundist látnir en 121 er enn saknað. Ellefu dagar eru síðan hluti fjölbýlishússins hrundi. Orsök er enn óljós. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert