Fjölbýlishús í Miami sem hrundi að hluta 24. júní síðastliðinn hefur verið jafnað við jörðu. Ákveðið var að sprengja það sem eftir var af byggingunni þar sem fellibylurinn Elsa stefnir á Flórída og óttast er að rústir hússins geti valdið skaða.
Sprengiefni var notað við niðurrifið og var fyllsta öryggis gætt að sögn Daniella Levine Cava, borgarstjóra Miami-Dade County, og mun leit hefjast að nýju um leið og aðstæður teljast öruggar. 24 hafa fundist látnir og 121 er enn saknað.
Tólf hæða fjölbýlishúsið var hluti af Champlain-turnunum og hrundi suðurturninn að hluta fyrir ellefu dögum. Á myndskeiðinu hér að neðan má sjá þegar suðurturninn var jafnaður við jörðu.
SEE IT: Eleven days after the Surfside building collapse, the remaining part of the building has been demolished over safety concerns. Here's the view of demolition from the water. https://t.co/RcHzNj4m9z pic.twitter.com/sUSojZHrtp
— CBS4 Miami (@CBSMiami) July 5, 2021