Lík þriggja fórnarlamba til viðbótar fundust í dag í rústunum af Surfside-íbúðahúsinu í Miami. Tala látinna er nú 27 og er 115 enn saknað.
Byggingin var rifin niður í dag en ákveðið var að sprengja það sem eftir var af byggingunni þar sem fellibylurinn Elsa stefnir á Flórída á morgun. Óttast var að rústir hússins hefðu getað valdið skaða.
Niðurrif hússins opnaði fyrir leit á svæði sem björgunarmenn höfðu áður ekki aðgang að. Daniella Levine Cava, borgarstjóra Miami-Dade-sýslu, segir að fjölskyldur þeirra sem sé enn saknað átti sig á að litlar líkur séu á að finna fólk enn á lífi.
Húsið hrundi niður 24. júní og hefur enginn fundist á lífi nema nokkrum klukkustundum eftir hrunið.
Frétt á vef The Guardian