Þrír fundnir látnir til viðbótar

Tala látinna er nú 27 og er 115 enn saknað.
Tala látinna er nú 27 og er 115 enn saknað. AFP

Lík þriggja fórnarlamba til viðbót­ar fundust í dag í rúst­un­um af Surfsi­de-íbúðahús­inu í Miami. Tala látinna er nú 27 og er 115 enn saknað. 

Byggingin var rifin niður í dag en ákveðið var að sprengja það sem eft­ir var af bygg­ing­unni þar sem felli­byl­ur­inn Elsa stefn­ir á Flórída á morgun. Ótt­ast var að rúst­ir húss­ins hefðu getað valdið skaða. 

Byggingin var jöfnuð við jörðu í dag.
Byggingin var jöfnuð við jörðu í dag. AFP

Niðurrif hússins opnaði fyrir leit á svæði sem björgunarmenn höfðu áður ekki aðgang að. Daniella Levine Cava, borg­ar­stjóra Miami-Dade-sýslu, segir að fjölskyldur þeirra sem sé enn saknað átti sig á að litlar líkur séu á að finna fólk enn á lífi.

Húsið hrundi niður 24. júní og hefur enginn fundist á lífi nema nokkrum klukkustundum eftir hrunið.

Frétt á vef The Guardian

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert