Misstu samband við rússneska farþegaflugvél

Flugvélin, sem er af gerðinni An-26 og í eigu flugélags …
Flugvélin, sem er af gerðinni An-26 og í eigu flugélags í Kamchatka, var á leiðinni til bæjarins Palana frá borginni Petropavlovsk-Kamchatsky þegar samband við vélina rofnaði. Ljósmynd/Wikipedia.org

29 manns er saknað eftir að samband við rússneska farþegaflugvél rofnaði yfir Kamchatka-skaga í austurhluta Rússlands. 

Flugvélin, sem er af gerðinni An-26 og í eigu flugfélags í Kamchatka, var á leiðinni til bæjarins Palana frá borginni Petropavlovsk-Kamchatsky þegar samband við vélina rofnaði að sögn yfirvalda. 23 farþegar eru um borð, þar á meðal eitt eða tvö börn, og sex manna áhöfn. 

Tvær þyrlur hafa verið sendar af stað í leit að vélinni og björgunaraðilar eru í viðbragðsstöðu. „Eina sem við vitum á þessu stigi málsins er að samband við vélina rofnaði og hún lenti ekki,“ segir Valentina Glazova, talskona samgöngustofu Rússlands.  

Sögum ber ekki saman hvað gerðist. TASS-fréttastofan hefur eftir heimildamanni að flugvélin gæti hafa brotlent í sjónum og Interfax-fréttastofan segir mögulegt að vélin hafi brotlent í grennd við kolanámu í sveitaþorpinu Palana.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert