Úrhelli fylgir Elsu sem nálgast Flórída

Fellibylurinn Elsa, sem hefur valdið mikilli eyðileggingu á leið sinni yfir eyjar á Karíbahafi, er nú á norðurleið og nálgast Flórída. 

Yfir 100 þúsund íbúum á Kúbu var gert að yfirgefa heimili sín í gær. Dagana á undan fór Elsa yfir Dóminíska lýðveldið og Sankti Lúsíu og varð þremur að bana. 15 ára drengur og 75 ára kona létu lífið í Dóminíska lýðveldinu og einn maður á Sankti Lúsíu.

Yfirvöld í Flórída beina sjónum sínum einna helst að rústum fjölbýlishússins í Surfside en vonir standa til að fellibylurinn komi ekki í veg fyrir leitar- og björgunarstörf í rústunum. Leifar byggingarinnar voru jafnaðar við jörðu í gær til að auðvelda leitarstarf og koma í veg fyrir frekari skemmdir af völdum fellibylsins sem nálgast óðfluga.

Nú er útlit fyrir að Flórída sleppi að mestu leyti við Elsu sem hefur fært sig vestar en fyrri spár gerðu ráð fyrir og mun fellibylurinn líklega rétt svo ná inn á suðvesturströnd Flórída síðar í dag. 

Hviður náðu 28 metrum á sekúndu þegar fellibylurinn gekk yfir Kúbu en Jose Rubiera, veðurfræðingur á Veðurstofu Kúbu, varar við skyndiflóðum og aurskriðum í vegna mikillar úrkomu sem fylgir Elsu. 

Lognið á undan fellibylnum Elsu á Havana á Kúbu. Elsa …
Lognið á undan fellibylnum Elsu á Havana á Kúbu. Elsa nálgast nú Flórída. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert