Yfirvöld á Haítí halda því fram að þau hafi haft hendur í hári þeirra er myrtu forseta landsins, Jovenel Moise. Eru morðingjarnir sagðir vera í haldi lögreglunnar þar í landi.
Minna en sólarhringur er frá því þjóðarleiðtoginn var tekinn af lífi.
„Meintir morðingjar voru handsamaðir af ríkislögreglunni í Pelerin rétt fyrir klukkan sex í kvöld,“ segir Frantz Exantus, aðstoðarráðherra upplýsingamála í forsætisráðuneyti Haítí, á Twitter. Hann upplýsir að frekari upplýsingar um málið verði birtar síðar.
Des présumés assassins du Pdt @moisejovenel interceptés par la Police nationale à pélérin peu avant 6h ce soir. Plus de détails dans les prochaines minutes sur la TNH.
— Frantz Exantus (@FrantzExantusHT) July 7, 2021