Segjast hafa morðingja forseta Haítí í haldi

Lögreglumaður stendur vörð við forsetahöllina í Port-au-Prince í Haítí. Yfirvöld …
Lögreglumaður stendur vörð við forsetahöllina í Port-au-Prince í Haítí. Yfirvöld segjast hafa handsamað þá er myrtu forseta landsins. AFP

Yfirvöld á Haítí halda því fram að þau hafi haft hendur í hári þeirra er myrtu forseta landsins, Jovenel Moise. Eru morðingjarnir sagðir vera í haldi lögreglunnar þar í landi.

Minna en sólarhringur er frá því þjóðarleiðtoginn var tekinn af lífi.

„Meintir morðingjar voru handsamaðir af ríkislögreglunni í Pelerin rétt fyrir klukkan sex í kvöld,“ segir Frantz Exantus, aðstoðarráðherra upplýsingamála í forsætisráðuneyti Haítí, á Twitter. Hann upplýsir að frekari upplýsingar um málið verði birtar síðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert