Fjórtán lík til viðbótar fundust í rústum Surfside-íbúðahússins í Miami í Bandaríkjunum í dag. Tala látinna er því orðin 78.
„Þetta er yfirþyrmandi og hörmuleg tala sem snertir okkur öll mjög mjög djúpt,“ segir Daniella Levine Cava, oddviti í Miami-Dade-sýslu.
Af þeim 78 fórnarlömbum sem hafa fundist látin hafa verið borin kennsl á 42 lík en 62 er enn saknað. Að sögn björgunarsveita hafa lík fundist um allar rústirnar en einblínt hefur verið á leit við stigaganga þar sem fólk hefur mögulega lokast inni.