Haítí biður um aðstoð Bandaríkjahers

Óvissu ástandi ríkir á Haítí.
Óvissu ástandi ríkir á Haítí. AFP

Stjórnvöld á Haítí hafa óskað eftir aðstoð bandaríska hersins til þess að vernda innviði landsins. Beiðnin kemur í kjölfar morðsins á forseta landsins, Jovenel Moise, á miðvikudag. 

Stjórnvöld telja þörf á að vernda mikilvæga innviði svo sem hafnir, flugvelli og bensínforða ríkisins. Óvissuástand ríkir á Haítí en þingi var slitið og tveir einstaklingar telja sig vera tímabundnir forsætisráðherra landsins. 

Haítí er fá­tæk­asta ríki Am­er­íku og hef­ur Moise þurft að tak­ast á við stjórn­málakreppu, fjölda mann­rána og vopna­væðingu í rík­inu und­an­far­in miss­eri. 

Viðvera Bandaríkjahers á Haítí yrði að öllum líkindum mjög umdeild en árið 1915 réðust bandarískar hersveitir inn í ríkið eftir morðið á Jean Vilbrun Guillaume Sam forseta. Herinn yfirgaf ekki ríkið fyrr en árið 1934 og hefur haft mikil hlutskipti þar æ síðan. 

Frétt á vef the Guardian.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert