Hópur málaliða myrti forseta Haítí

Hópur 28 málaliða myrti Jovenel Moise, for­seta Haítí.
Hópur 28 málaliða myrti Jovenel Moise, for­seta Haítí. AFP

Hópur 28 málaliða myrti Jovenel Moise, for­seta Haítí, að sögn lögreglunnar. Á meðal málaliðanna voru kólumbískir hermenn sem voru komnir á eftirlaun.

Eftir skotbardaga í höfuðborginni Port-au-Prince í gær voru 17 handteknir og þrír skotnir til bana. Enn stendur leit yfir að átta einstaklingum. Óvíst er hver skipulagði árásina og af hvaða tilefni. 

Mennirnir brut­ust inn á heim­ili Moise að morgni miðvikudags og skutu hann alls tólf sinnum. Eig­in­kona hans varð einnig fyrir skotum og ligg­ur hún nú á sjúkra­húsi í Flórída í Bandaríkjunum. 

Hat­ramm­ar deil­ur hafa staðið yfir und­an­farið um hvenær for­setatíð Moises ætti að enda. Moise stýrði Haítí án þess að hirða mikið um stjórn­skip­an lands­ins og sagði for­setatíð sína taka enda eft­ir rétt ár. Stjórn­ar­and­stæðing­ar segja hins veg­ar að Moise hafi með því farið á svig við stjórn­ar­skrárá­kvæði og að for­setatíð hans ætti í raun og veru að vera lokið. 

Frétt á vef BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert