Eldhvirfill náðist á myndband í Kaliforníu

Gróðureldar í Kaliforníu. Mynd úr safni.
Gróðureldar í Kaliforníu. Mynd úr safni. AFP

Eldhvirfill (e. fire whirl) náðist á myndband nærri gróðureldum í Kaliforníu ríki. 

Þyrlandi hringiðja úr reyk og eldi getur myndast við ákveðin og öfgakennd skilyrði, líkt og mikla þurrka og hátt hitastig sem ýmis ríki Bandaríkjanna eiga nú við. Stórir gróðureldar geta einnig hitað loft það mikið að stór ský myndast, sem í miklum vindum taka að snúast og verða stundum að hvirfilbyl eða m.ö.o. eldhvirfli. 

Eldhvirflar eru sjaldgæfir en hafa þó áður náðst á myndband. 

Gróðureldatíðin í Kaliforníu er þegar orðin skæðari en hún var árið 2020. Talið er að tímabilið hafi lengst um 75 daga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert