„Mestu viðbragðsáætlanir í sögu Flórída“

Tala látinna er 86 og 43 er enn saknað.
Tala látinna er 86 og 43 er enn saknað. AFP

Sjö til viðbótar fundust í rúst­um Surfsi­de-íbúðahúss­ins í Miami í Banda­ríkj­un­um í dag. Tala látinna er 86 og 43 er enn saknað. 

Daniella Levine Cava, odd­viti í Miami-Dade-sýslu, segir að búið sé að bera kennsl á 62 lík. „Þetta eru mestu viðbragðsáætlanir, sem ekki tengjast fellibyl, í sögu Flórída-ríkis.“

Kötturinn, Binx, fannst á flakki í nágrenni rústanna í dag en hann hafði tilheyrt fjölskyldu sem bjó á níunda hæð hússins. 

Eftir að leifar hússins voru jafnaðar við jörðu hefur gengið greiðlega að finna lík fórnarlambanna. Eng­inn hef­ur fund­ist á lífi nema nokkr­um klukku­stund­um eft­ir hrunið 24. júní.

Eftir að leifar hússins voru jafnaðar við jörðu hefur leit …
Eftir að leifar hússins voru jafnaðar við jörðu hefur leit gengið greiðlega. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert