Sjö til viðbótar fundust í rústum Surfside-íbúðahússins í Miami í Bandaríkjunum í dag. Tala látinna er 86 og 43 er enn saknað.
Daniella Levine Cava, oddviti í Miami-Dade-sýslu, segir að búið sé að bera kennsl á 62 lík. „Þetta eru mestu viðbragðsáætlanir, sem ekki tengjast fellibyl, í sögu Flórída-ríkis.“
Kötturinn, Binx, fannst á flakki í nágrenni rústanna í dag en hann hafði tilheyrt fjölskyldu sem bjó á níunda hæð hússins.
Eftir að leifar hússins voru jafnaðar við jörðu hefur gengið greiðlega að finna lík fórnarlambanna. Enginn hefur fundist á lífi nema nokkrum klukkustundum eftir hrunið 24. júní.