Pakistanir opna fyrsta skólann fyrir transkonur

Stjórnvöld í Pakistan hafa opnað fyrsta ríkisstyrkta skólann fyrir transkonur.

Pakistan er mjög íhaldssamt ríki en Khawaja Sira-samfélagið, sem samanstendur af transfólki og intersex, hefur búið í landinu í nokkur hundruð ár. Margir hafa verið útskúfaðir af fjölskyldum sínum og sniðgengnir af samfélaginu. Þá hefur helsta tekjulind einstaklinganna verið af betli og vændi. 

Í skólanum starfar transfólk sem býður upp á kennslu og starfsþjálfun en hann má finna í borginni Multan í Punjab-héraði. 

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert