94 með virkt smit í Færeyjum

Þórhöfn í Færeyjum.
Þórhöfn í Færeyjum. mbl.is/Sigurður Bogi

94 eru nú í einangrun með Covid-19-smit í Færeyjum. Veiran hefur leikið lausum hala á eyjunum undanfarna daga en 23 greindust smitaðir í gær, 2.007 sýni voru tekin. 

Af smitunum sem greindust í gær voru 21 innanlands og tvö á landamærunum. Í tveimur tilfellum hefur ekki tekist að rekja uppruna smitsins. Í fyrradag greindist smit á flugvellinum í Vogum og margir starfsmanna þar eru því komnir í sóttkví.

Alls hafa tæp­lega 32 þúsund Fær­ey­ing­ar verið bólu­sett­ir gegn kór­ónu­veirunni eða 59,3% af þjóðinni. Þar af telj­ast 21 þúsund eða rúm­lega 40% full­bólu­sett­ir. 

Frétt á vef Kringvarpsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert