Tæp klukkustund er nú þangað til flautað verður til leiks í úrslitaleik Evrópumóts karla í knattspyrnu á Wembley í Lundúnum. Englendingar mæta Ítölum í fyrsta úrslitaleik enska landsliðsins á stórmóti frá árinu 1966.
Það má með sanni segja að stemningin í borginni sé gríðarleg og spennan er farin að magnast, líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi sem blaðamaður mbl.is í Lundúnum tók.
Aðdáendur enska liðsins tóku að safnast saman fyrir utan Wembley um hádegi og allar krár í borginni eru yfirfullar. Gert er ráð fyrir að 13 milljónir bjóra (pints) eigi eftir að seljast í dag og kvöld.