Læknir grunaður um morðið á forsetanum

Læknir er í haldi lögreglunnar á Haítí, grunaður um morðið á Jovenel Moïse, forseta landsins. 

Moïse, sem var 53 ára, var ráðinn bani á heimili sínu síðastliðinn miðvikudag. Lögreglan hafði áður greint frá því að hóp­ur 28 málaliða hefði ráðist inn á heim­ili forsetahjón­anna og skotið for­set­ann tólf sinn­um. Martine Moïse, eiginkona Jovenels, lifði árásina af. 

Christian Emmanuel Sanon, 63 ára læknir og Haíti, kom til landsins með einkaþotu í byrjun júní í „pólitískum tilgangi“, að sögn lögreglu. Leon Charles, lögreglustjóri á Haítí, sagði á blaðamannafundi í Port-au-Prince í gær að upphafleg áætlun Sanon hefði verið að handtaka forsetann en að „hún hafi síðar breyst“. 

Einn málaliðanna 28 hringdi í Sanon skömmu eftir að Moïse var myrtur. „Hann hafði einnig samband við tvo aðra sem við teljum vera höfuðpaurana hvað varðar skipulagningu morðsins í Jovenel Moïse forseta,“ sagði Charles, án þess þó að nefna vitorðsmenn Sanon á nafn.

Alls­herj­ar­upp­lausn rík­ir í stjórn­mál­um lands­ins eft­ir morðið á for­set­an­um, en tveir menn gera til­kall til for­sæt­is­ráðherrastöðunnar og er þingið nú óstarf­hæft. Ótt­ast er að hung­ur og of­beldi muni aukast og Covid-smit­um fjölga.

Yfirvöld á Haítí báðu Bandaríkjastjórn að senda þangað hermenn til að vernda innviði landsins í kjölfar morðsins. Beiðninni var hafnað en Joe Biden Bandaríkjaforseti hyggst nú skoða málsatvik nánar. 

Frétt BBC

Christian Emmanuel Sanon, 63 ára læknir og Haítí-búi, er í …
Christian Emmanuel Sanon, 63 ára læknir og Haítí-búi, er í haldi lögreglunnar á Haítí, grunaður um morðið á Jovenel Moïse, forseta landsins. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert