Merkel hyggst ekki skylda fólk í bólusetningu

00:00
00:00

Þýsk stjórn­völd hyggj­ast ekki feta í fót­spor Frakka og annarra þjóða sem hafa skyldað hluta lands­manna til að fara í bólu­setn­ingu vegna Covid-19. Ang­ela Merkel, kansl­ari Þýska­lands, greindi frá þessu í dag. 

„Við ætl­um ekki að fara þá leið,“ sagði Merkel í Berlín í dag þar sem hún heim­sótti Robert Koch-heil­brigðis­stofn­un­ina.

„Við erum við upp­haf ferl­is þar sem við erum enn að bjóða upp á bólu­setn­ingu, þar sem við eig­um meira af bólu­efni held­ur en fólki sem vill láta bólu­setja sig.“

Bólu­setn­ing fór hægt af stað í Þýskalandi fyrr á þessu ári en eft­ir að sum­arið gekk í garð þá tóku bólu­setn­ing­ar kipp. Í dag er búið að full­bólu­setja 42,6% full­orðinna Þjóðverja. Þá hafa 58,5% þeirra fengið að minnsta kosti eina sprautu. 

Held­ur hef­ur þó dregið úr eft­ir­spurn­inni und­an­far­inn hálf­an mánuð. Í gær var staðan sú að ekki hafa færri verið bólu­sett­ir á ein­um degi frá því í fe­brú­ar. 

Delta-af­brigði kór­ónu­veirunn­ar, sem er mjög smit­andi, ræður nú ríkj­um í Þýskalandi. Tals­menn Robert Koch-stofn­un­ar­inn­ar segja að það sé nauðsyn­legt að bólu­setja 85% full­orðinna Þjóðverja eigi hjarðónæmi að nást. Sum­ir hafa kallað eft­ir stefnu­breyt­ingu hjá stjórn­völd­um. Þeirra á meðal er Wolfram Henn, sem er sér­fræðing­ur í erfðavís­ind­um hjá Sa­ar­land-há­skól­an­um sem á sæti í vís­indasiðanefnd, sem veit­ir stjórn­völd­um ráðgjöf á sviði bólu­setn­inga. Hann hvatti stjórn­völd í dag til að skylda alla kenn­ara til að gang­ast und­ir bólu­setn­ingu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka