Sakar rík ríki um græðgi

Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, segir þjóðerniskennd ráða ríkjum hvað …
Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, segir þjóðerniskennd ráða ríkjum hvað varðar bólusetningar sem geri ekkert annað en að framlengja faraldurinn. AFP

Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­in (WHO) gagn­rýn­ir „til­gangs­lausa græðgi“ ríkra ríkja sem íhuga að bólu­setja fólk með þriðja skammti bólu­efn­is á sama tíma og íbú­ar margra brot­hættustu ríkja heims eru varn­ar­laus­ir gegn kór­ónu­veirufar­aldr­in­um. 

Tedros Adhanom Ghebr­eyes­us, for­stjóri Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­ar­inn­ar, seg­ir þjóðernis­kennd ráða ríkj­um hvað varðar bólu­setn­ing­ar sem geri ekk­ert annað en að fram­lengja far­ald­ur­inn. Aðeins eitt út­skýr­ir þessa stöðu að hans mati: Græðgi. 

Ghebr­eyes­us var­ar við því að með þessu áfram­haldi muni heim­ur­inn horfa til baka með skömm ef niðurstaðan verði sú að fá­tæk­ustu ríki heims verði skil­in eft­ir í bar­átt­unni við Covid-19. Hann biður yf­ir­völd ríkja sem huga nú að kaup­um á bólu­efni til að geta bólu­sett íbúa í þriðja sinn að end­ur­skoða ákvörðun sína og veita frek­ar alþjóðlega bólu­setn­ing­ar­sam­starf­inu CO­VAX lið. 

Skort­ur á alþjóðlegri for­ystu til að binda endi á far­ald­ur­inn

Ghebr­eyes­us var einu sinni sem oft­ar spurður á blaðamanna­fundi stofn­un­ar­inn­ar hvenær far­ald­ur­inn tæki enda. „Við get­um bundið enda á hann fljót­lega af því að við höf­um nú það sem til þarf,“ sagði hann. Skorti á ákveðinni alþjóðlegri for­ystu er hins veg­ar um að kenna að ekki gangi bet­ur að segja skilið við far­ald­ur­inn að hans mati. 

Yfir 3,3 millj­arðar skammt­ar af bólu­efni gegn Covid-19 hafa verið gefn­ir í að minnsta kosti 216 ríkj­um heims­ins sam­kvæmt AFP-frétta­stof­unni. Í tekju­há­um ríkj­um, sam­kvæmt skil­grein­ingu Alþjóðabank­ans, hafa 86 skammt­ar verið gefn­ir á hverja 100 íbúa. Hlut­fallið í 29 fá­tæk­ustu ríkj­um heims er á sama tíma aðeins einn skammt­ur á hverja 100 íbúa.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert