Rak rektor eftir hálft ár í starfi

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands.
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. AFP

Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, tilkynnti í dagblaði í dag að hann hefði rekið rektor Bogazici-háskólans í Istanbúl. Erdogan réð umræddan rektor, Melih Bulu, sjálfur í janúar en sú ákvörðun hafði sætt mikilli gagnrýni meðal nemenda.

Erdogan rökstuddi ákvörðunina ekki í tilkynningunni og tilnefndi engan í stað Bulus. Mótmæli nemenda hófust um leið og Bulu var ráðinn í janúar og hafa haldið áfram þar til nú.

Mótmælin ágerðust eftir að yfirvöld gerðu aðför að hinsegin-félögum skólans vegna plakats sem mótmælandi hafði hengt upp nærri skrifstofu Bulus með LGBT-myndmáli. 

Melih Bulu gaf kost á sér í prófkjöri flokks Erdogans árið 2015 og því hefur ráðningin verið álitin pólitísks eðlis. Eftir misheppnaða valdaránið í Tyrklandi árið 2016 áskildi Erdogan sér réttinn til að skipa rektora háskóla.

Úr valdaráninu 2016.
Úr valdaráninu 2016. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert