Fjöldi smita gæti fimmfaldast fyrir 1. ágúst

Sýnataka.
Sýnataka. AFP

Sóttvarnastofnun Evrópusambandsins hefur varað við mikilli fjölgun kórónuveirusmita fyrir 1. ágúst. Telur stofnunin að fjöldi smita gæti fimmfaldast fyrir þann tíma. 

Stofnunin gerir ráð fyrir 420 smitum á hverja 100 þúsund íbúa fyrir 1. ágúst, en fjöldi smita á hverja 100 þúsund íbúa var 90 í síðustu viku. 

Viðbúin fjölgun smita stafar einkum af Delta-afbrigði veirunnar, sem talið er að smitist frekar en önnur afbrigði, og afléttingu takmarkana víðsvegar í álfunni. 

Búist er við því að smit á hverja 100 þúsund íbúa verði 620 vikuna eftir 1. ágúst. 

Þá er einnig búist við því innlögnum á sjúkrahús og dauðsföllum eigi eftir að fjölga, en þó ekki á sama hraða og nýjum smitum þökk sé bólusetningum. 

Sem stendur eru innlagnir á sjúkrahús stöðugar í flestum löndum Evrópu, en búist er við því að dauðsföll á hverja milljón íbúa eigi eftir að fara yfir 10 á næstunni, samanborið við 6,8 í síðustu viku. 

Stofnunin segist gera ráð fyrir fjölgun smita í 20 löndum og fjölgun dauðsfalla í níu; Kýpur, Grikklandi, Litháen, Lúxemborg, Möltu, Hollandi, Portúgal, Slóveníu og Spáni. 

Á milli 5. og 11. júlí fjölgaði smitum innan Evrópusambandsins um 60%. 

Fréttin hefur verið uppfærð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka