Dómstóll í Hvíta-Rússlandi hefur dæmt 11 háskólanema og kennara í að minnsta kosti tveggja ára fangelsi fyrir þátttöku þeirra í mótmælum gegn stjórnvöldum á síðasta ári.
Hópurinn var ákærður fyrir að rjúfa almannafrið. Tíu háskólanemanna og kennarinn voru dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi á meðan einn fékk tveggja ára fangelsisdóm.
Hópurinn var handtekinn í nóvember á síðasta ári í kjölfar umfangsmikilla mótmæla gegn Alexander Lúkasjenkó, forseta Hvíta-Rússlands. Mótmælin hófust í kjölfar forsetakosninga í landinu. Lúkasjenkó var sagður sigurvegari kosninganna, sem fjölmargir, m.a. Bandaríkin og Evrópusambandið, hafa véfengt.