Tala látinna hækkar enn

Ástandið er slæmt í bænum Mayen í sambandsríkinu Rheinland-Pfalz þar …
Ástandið er slæmt í bænum Mayen í sambandsríkinu Rheinland-Pfalz þar sem flóð hafa hrifið með sér hús og vatn streymir stríðum straumum eftir götum. AFP

Alls er nú 93 látinn í miklum flóðum í vesturhluta Þýskalands. Fjölda fólks er enn saknað. . 

Fjöldi látinna í Rhineland-Palatinate er nú 51, en var 28 í gær. 

Hið minnsta 12 eru látnir í Belgíu og 21 þúsund eru án rafmagns á Wallonia-svæðinu. 

Þá hafa þúsundir þurft að yfirgefa heimili sín í Maastricht, Hollandi, og Lúxemborg. 

Búist er við því að fleiri eigi eftir að finnast látnir í Þýskalandi, en flóðin eru þau mannskæðustu í manna minnum. 

Áframhaldandi rigningu er spáð á svæðinu og hafa yfir þúsund hermenn verið sendir til vesturhluta Þýskalands til að aðstoða við björgunaraðgerðir. 

Uppfært klukkan 8:59 

Samkvæmt AFP hefur tala látinni í morgun hækkað enn frekar. Alls eru nú 93 látnir í Þýskalandi og 108 á meginlandi Evrópu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert