Verður þörf á þriðja skammti bóluefnis?

Umræða þess efnis hvort þörf sé á þriðja skammti bóluefna …
Umræða þess efnis hvort þörf sé á þriðja skammti bóluefna er komin á skrið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Nú Þegar að Delta-afbrigði kórónuveirunnar herjar af fullum þunga á heimsbyggðina hafa hugmyndir um þriðja skammt bóluefnis fengið byr undir báða vængi. Jafnvel í löndum þar sem stór hluti þjóðarinnar hefur verið bólusettur.

Álit sérfræðinga er að ekki sé enn hægt að fullyrða um hvort ríki heimsins muni þurfa að skipuleggja þriðju umferð bólusetninga síðar á árinu. Þá eru aðrir þeirrar skoðunar að tryggja eigi að fátækari ríki heims geti bólusett landsmenn sína, en mörg fátækari ríkja heimsins hafa ekki komist almennilega af stað í bólusetningum.

Hvers vegna þriðja skammt?

Fyrr í mánuðinum tilkynntu framleiðendur Pfizer-bóluefnisins að þeir kæmu til með að sækja um leyfi frá evrópskum og bandarískum yfirvöldum þess efnis að framleiða þriðja skammt bóluefnisins. Markmið þriðja skammtsins væri að tryggja sterkara ónæmi í einstaklingum heldur en tveir skammtar tryggja.

Framleiðendurnir höfðu áður sagt að tveir skammtar bóluefnisins tryggðu góða ónæmisvirkni í að minnsta kosti sex mánuði. En sökum nýrra afbrigða sem sífellt skjóta upp kollinum, megi búast við því að virkni bóluefnisins minnki yfir tíma.

Hvað segja yfirvöld

Eins og staðan er núna eru engin teikn á lofti um að heilbrigðisstofnanir komi til með að mæla með þriðja skammti bóluefnis. Smitvarnarstofnun Evrópu og Lyfjastofnun Evrópu gáfu út sameiginlega yfirlýsingu þess efnis að enn sé of snemmt að segja til um nauðsyn þriðja skammts.

„Ekki liggja nægileg gögn fyrir hendi úr rannsóknum og bólusetningarferli ríkjanna til þess að skilja hversu lengi bóluefnin veita vernd, né heldur hvað varðar áhrif mismunandi afbrigða veirunnar,“ sagði í tilkynningunni.

Didier Houssin, forstöðumaður neyðarnefndar alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, sagðist þeirrar skoðunar að ekki væru nægileg sönnunargögn til þess að réttlæta þriðja skammt að svo stöddu. Hann varaði einnig við því að umtal um þriðja skammt gæti „veitt áhyggjum um aðgengi að bóluefnum, byr undir báða vængi.“

Lyfjastofnun veitir bóluefnum markaðsleyfi hér á landi. Almennt fylgir stofnunin …
Lyfjastofnun veitir bóluefnum markaðsleyfi hér á landi. Almennt fylgir stofnunin þeim ákvörðunum sem að Lyfjastofnun Evrópu tekur. Ljósmynd/Lyfjastofnun

Orban fer sínar eigin leiðir

Forseti Ungverjalands, hinn umdeildi Viktor Orban, sagði í dag að einhver hluti ungversku þjóðarinnar gæti fengið þriðja skammtinn frá og með byrjun ágúst mánaðar. Ungverjar hafa farið sínar eigin leiðir í bólusetningarmálum, en þeir hafa að mestu notast við rússnesk og kínversk bóluefni í stað þeirra sem að Evrópusambandið hefur gefið leyfi fyrir og flestir landsmenn þekkja, Pfizer, Moderna, AstraZeneca og Janssen.

Forsætisráðherra Ungverjalands, Viktor Orban þykir nokkuð umdeildur.
Forsætisráðherra Ungverjalands, Viktor Orban þykir nokkuð umdeildur. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka