Leiðtogar Evrópusambandsins fögnuðu í dag þeim áfanga að fjöldi bólusettra við Covid-19 innan sambandsins tók fram úr fjölda bólusettra í Bandaríkjunum, sem hefur verið leiðandi á heimsvísu í fjölda bólusettra frá byrjun.
„Við lofuðum þessu og nú hefur það tekist. Evrópusambandið tók í þessari viku fram úr Bandaríkjunum sem sambandið með flesta bólusetta af allavega einum skammti í heiminum,“ tísti Thierry Breton, framkvæmdastjóri innri markaðar í dag.
Nous l’avions promis, c’est chose faite.
— Thierry Breton (@ThierryBreton) July 17, 2021
L’🇪🇺 dépasse cette semaine les 🇺🇸 et devient le premier continent primo-vacciné au monde.
Le tout, en exportant la moitié de notre production à + de 100 pays.#Efficacité et #solidarité — un exploit dont nous pouvons être fiers. pic.twitter.com/R1RJHXKepi
Breton vísaði í tölfræðisíðuna Our World Data.
Evrópuráðherra Frakklands, Clement Beaune, tísti sömuleiðis að Evrópusambandið hafi nú náð að bólusetja 55,5 prósent íbúa sína með allavega einum skammti við Covid-19, samanborið við 55,4 prósent hinum megin við Atlantshafið.
#Vaccin | L’Union européenne a aujourd’hui vacciné une plus grande part de sa population en première dose que les Etats-Unis (🇪🇺 55,5% / 🇺🇸 55,4%). On continue, on accélère ! 💪🏻 #COVID19 pic.twitter.com/ldhdijgVJa
— Clement Beaune (@CBeaune) July 17, 2021