133 hafa nú látist af völdum flóðanna í Þýskalandi, að sögn lögreglu þar í landi. Fjöldi látinna í allri Evrópu af völdum flóðsins er nú 153.
Fjölmörg íbúaðahús hafi borist með flóðunum og enn fleiri hús hafa hrunið. Flætt hefur yfir götur og bifreiðar borist með strauminum. Sum umdæmi í vesturhluta Þýskalands hafa algjörlega lokast af og víða hefur verið rafmagnslaust.
Þegar þrír dagar höfðu liðið frá hörmungunum sögðu björgunarmenn að líklegt væri að fleiri lík myndu finnast í kjöllurum og heimilum sem hafa hrunið.
Vestur- Þýskaland hefur orðið verst fyrir afleiðingum flóðsins. Í Belgíu, Lúxemborg og Holland hefur ástandið einnig verið slæmt og heimili og götur farið undir vatn.