Íslendingur hefur verið ákærður fyrir morð í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum. Maðurinn er sakaður um að hafa orðið skólasystur sinni að bana.
Daníel Gunnarsson, 20 ára, var handtekinn í lok maí eftir að lík hinnar 21 árs gömlu Katie Fam fannst 11 að morgni 18. maí í bænum Ridgecrest. Daníel er sakaður um að hafa stungið Fam til bana og aflimað lík hennar. DV greindi fyrst frá.
California News Times hefur eftir fjölskyldu hennar að hún hafi verið jákvæð og hlý ung kona sem útskrifaðist úr Burroughs-menntaskólanum árið 2018. Daníel og Fam voru bekkjarsystkini í menntaskólanum, en fjölskylda hennar segist lítið hafa vitað um Daníel fyrir morðið.
Daníel var ákærður fyrir morð og ólögmæta meðferð líks. Hann kom fyrst fyrir dómara 22. júní, eftir að hafa neitað að mæta fyrir dómara 18. júní. Farið hefur verið fram á að geðheilsa hans verði metin af geðlæknum áður en réttarhöld yfir honum hefjast.
Hundruð komu saman á minningarathöfn um Fam 27. maí.