Yfir tíu þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna mikilla rigningarflóða í Henan-héraði í Kína. Að minnsta kosti tólf hafa látið lífið í Zhengzhou-borg síðan flóðin hófust, að því er BBC greinir frá.
Flugferðum hefur verið aflýst og stofnbrautum lokað í tugum borga í Henan, þar sem íbúar eru um 94 milljónir. Þar er nú í gildi hæsta neyðarstig almannavarna vegna rigninganna.
Sláandi myndband sem birtist á Twitter í dag sýnir hvernig vatnshæðin náði upp að öxlum lestarfarþega í Zhengzhou, þar sem ástandið er hvað alvarlegast. Fleiri myndbönd af ástandinu hafa verið birt á miðlinum.
2/3: A woman rescued in flood waters in Zhengzhou, Henan (video from WeChat). pic.twitter.com/6fOblgl5OL
— Bill Birtles (@billbirtles) July 20, 2021
2/3: A woman rescued in flood waters in Zhengzhou, Henan (video from WeChat). pic.twitter.com/6fOblgl5OL
— Bill Birtles (@billbirtles) July 20, 2021