Anda að sér fersku lofti í sérstökum turni

Stjórnvöld í Nýju-Delí, höfuðborg Indlands, ætla að bregðast við mikilli loftmengun með því að koma fjörutíu risastórum viftum, sem eiga að sía loftið, fyrir í nýjum turni.

Þar getur fólk staldrað við í hjarta borgarinnar og andað að sér fersku lofti, en mengun og heilsufarsvandamál tengd henni hafa lengi verið stórt vandamál. 

Ekki eru þó allir sannfærðir um ágæti þessarar óvenjulegu byggingar og vilja frekar að ráðist verði að rót vandans í borginni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert