Kölluðu eftir því að fólk léti grímurnar falla

Frá mótmælunum í Sydney í gær.
Frá mótmælunum í Sydney í gær. AFP

Mótmæli gegn hörðum sóttvarnareglum í Ástralíu fóru fram í gær í Sydney, Melbourne og Brisbane.

Í Sydney komu þúsundir saman. Mótmælendurnir þar kölluðu „frelsi“ hvað eftir annað og handtók lögregla 57 manns. 

Áströlsk stjórnvöld hafa komið á ströngum sóttvarnareglum á landsvísu vegna uppgangs kórónuveirunnar í landinu. 

Hið bráðsmitandi Delta-afbrigði veirunnar hefur gert stjórnvöldum erfitt fyrir. Ástralar stóðu nokkuð vel í faraldrinum á síðasta ári og nægði það þeim þá að loka landamærum sínum nánast algjörlega og grípa til stuttra tímabila harðra sóttvarnaaðgerða. Nú er staðan breytt enda hafa smit náð að dreifast verulega út innanlands. 

AFP

Einungis 14% bólusett

Bólusetningarhlutfall í landinu er einungis 14% og er bólusetningarhlutfallið einungis lægra í þróunarlöndum. 

Mótmælin í Sydney hófust eftir að stjórnvöld höfðu skilgreint borgina sem mesta smitsvæði landsins. 

Mótmælendur héldu á spjöldum með ýmsum áletrunum, t.a.m. „Látíð grímurnar falla og hækkið róminn“ og „Vaknið Ástralar“.

Frétt BBC

AFP
AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert