Leit að fórnarlömbum hætt í Miami

97 lík hafa fundist í rústunum.
97 lík hafa fundist í rústunum. AFP

Leit að fórnarlömbum í rústum Surfsi­de-íbúðar­húss­ins í Miami í Banda­ríkj­un­um, sem hrundi fyrir mánuði í dag, er nú lokið. Alls hafa fundist 97 lík.

„Það er erfitt að trúa að því mánuður sé liðinn frá því að hið óhugsandi gerðist í Surfside,“ skrifaði Daniella Levine Cava, odd­viti í Miami-Dade-sýslu, á Twitter. 

Eins fórnarlambs er enn saknað en það er hin 54 ára gamla Estelle Hedaya. Fjölskylda hennar óttast að hún muni gleymast. 

Eng­inn hef­ur fund­ist á lífi í rústunum nema nokkr­um klukku­stund­um eft­ir hrunið 24. júní. Rannsókn á orsökum hrunsins stendur enn yfir. 

Fjölbýlishúsið var jafnað við jörðu.
Fjölbýlishúsið var jafnað við jörðu. AFP

Frétt á vef BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert