Leit að fórnarlömbum í rústum Surfside-íbúðarhússins í Miami í Bandaríkjunum, sem hrundi fyrir mánuði í dag, er nú lokið. Alls hafa fundist 97 lík.
„Það er erfitt að trúa að því mánuður sé liðinn frá því að hið óhugsandi gerðist í Surfside,“ skrifaði Daniella Levine Cava, oddviti í Miami-Dade-sýslu, á Twitter.
It’s hard to believe a month has now passed since the unthinkable happened in Surfside. We remember & honor those who lost their lives, the families missing loved ones, & the first responders who put their own lives on the line for others.
— Daniella Levine Cava (@MayorDaniella) July 24, 2021
We are one community, #SurfsideStrong. pic.twitter.com/1mdmNlCHWh
Eins fórnarlambs er enn saknað en það er hin 54 ára gamla Estelle Hedaya. Fjölskylda hennar óttast að hún muni gleymast.
Enginn hefur fundist á lífi í rústunum nema nokkrum klukkustundum eftir hrunið 24. júní. Rannsókn á orsökum hrunsins stendur enn yfir.