Ísraelsher skaut eldflaugum að Gasaströndinni í dag eftir að Hamas-samtökin palestínsku sendu „eldblöðrur“ í átt að Ísrael og kveiktu þannig elda. Enginn hefur særst vegna átakanna.
Árásir Ísraelsmanna beindust að ómönnuðu heræfingasvæði á norðanverðri Gasaströnd, sem tilheyrir Hamas-samtökunum.
Árásir Ísraelsmanna komu í kjölfar fyrri hefndaraðgerða sem fólust í að helminga palestínska efnahagslögsögu, eins og Ísraelsmenn gera oft til þess að sýna klærnar og veita Hamas-samtökunum viðspyrnu.
Í maímánuði upphófust mikil átök milli Hamas-samtakanna palestínsku og Ísraelshers, sem stóðu yfir í ellefu daga og kostuðu á þriðja hundrað lífið, langmest Palestínubúa.
Á meðan þau átök geisuðu brugðu Ísraelar einmitt á það ráð að minnka efnahagslögsögu Palestínumanna.