Lík tveggja fundust á K2

John Snorri ásamt feðgunum Muhammad Ali Sa­dp­ara og Sajid Ali …
John Snorri ásamt feðgunum Muhammad Ali Sa­dp­ara og Sajid Ali í 2. búðum K2. Ljósmynd/Facebook

Lík tveggja hafa fundist á tindinum K2 í Pakistan. Búið er að staðfesta að annað líkið sé af Ali Sadpara, sem hvarf á tindinum 5. febrúar ásamt John Snorra Sigurjónssyni og Juan Pablo Mahr. Talið er að hitt líkið sé lík Johns Snorra. 

Hópur sjerpa fann líkin að sögn Garretts Madisons, sem er nú staddur í þriðju búðum á fjallinu. Hann segir við Explorer Web að teymið hafi unnið að því að festa reipi fyrir ofan fjórðu búðir þegar líkin fundust. Annað líkið var klætt gulum og svörtum fötum, en bæði John Snorri og Juan Pablo Mohr voru klæddir þeim litum þegar þeir týndust. 

Sonur Alis, Sajid Sadpara, er nú fyrir tilviljun á fjallinu nærri staðnum þar sem líkin fundust. Hann kom í fjórðu búðir fjallsins ásamt teymi sínu um 2.30 að staðartíma í dag. 

John Snorri freistaði þess að verða einn þeirra fyrstu í sög­unni til að klífa tind fjalls­ins að vetri til, en hann var fyrsti Íslend­ing­ur­inn til að kom­ast á topp fjalls­ins. 

Um­fangs­mik­il leit var gerð að John Snorra og fé­lög­um hans sem týnd­ust með hon­um, en hún bar ekki ár­ang­ur.

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert