Ótti um öryggi bóluefnis AstraZeneca, sem alið var á með falsfréttum, var ástæðulaus og kostaði mannslíf.
Þetta er meðal ályktana af nýrri rannsókn, sem birtist í næsta tölublaði hins virta læknisfræðirits The Lancet. Grunsemdir voru uppi um að bóluefnið gæti valdið blóðtappa og ýttu bæði bóluefnisandstæðingar og ráðamenn í Evrópusambandinu undir falsfréttir um ætlaða skaðsemi þess. Svo mjög að vantrú á bóluefni almennt jókst víða verulega og dró mikið úr bólusetningu af þeim sökum. Samkvæmt rannsókninni getur bólusetning með bæði Pfizer og AstraZeneca aukið líkur á blóðtappa lítillega, en líkurnar aukast margfalt veikist fólk af Covid-19.