Krystina Timanovskaya, 24 ára hvítrússneski spretthlauparinn sem sótti um landvistarleyfi í Póllandi í sendiráðinu í Japan vegna ótta um öryggi sitt, steig um borð í flugvél til Vínar í morgun.
BBC greinir frá.
Krystina Timanovskaya sagðist hafa verið neydd til þess að yfirgefa Ólympíuleikana í Tókýó í kjölfar þess að hún gagnrýndi vinnubrögð íþróttasambands Hvíta-Rússlands.
Þá fékk hún landvistarleyfi í Póllandi og alþjóðaólympíunefndin hefur krafið yfirvöld í Hvíta-Rússlandi svara vegna meintrar meðferðar á Timanovskayu.
Upphaflega var gert ráð fyrir að hún myndi fljúga beint til Varsjár, vegna landvistarleyfis síns þar, en skipt var um áfangastað með skömmum fyrirvara að sögn starfsmanna á flugvellinum.
Timanovskaya segir í samtali við BBC að mótmæli hennar hafi ekki verið af pólitískum toga; hún elski land sitt og myndi aldrei svíkja það.
Öllu heldur hafi mótmæli hennar snúið að einstaka ákvörðunum embættismanna í ólympíuefnd Hvíta-Rússlands.
Viðtal fréttastofu BBC við Timanovskayu má sjá hér: