Barist við skógarelda nærri fornminjum

Eldarnir loga nærri hinni fornfrægu Ólympíu.
Eldarnir loga nærri hinni fornfrægu Ólympíu. AFP

Grískir slökkviliðsmenn berjast nú við að ná stjórn á miklum skógareldum á tveimur stöðum, nærri fornu borginni Ólympíu og á eyjunni Evíu. 

Hitabylgja er nú yfir Grikklandi og hvert hitametið fellur á fætur öðru. 

Yfir 170 slökkviliðsmenn, um 50 dælubílar og sex þyrlur auk annarra flugvéla sem sleppa vatni yfir elda eru á vettvangi nærri forminjunum í Ólympíu þar sem upphaflegri ólympíuleikar voru haldnir á Peloponneskíska skaganum.

Þyrlur sleppa vatni yfir elda í Grikklandi.
Þyrlur sleppa vatni yfir elda í Grikklandi. AFP

Tuttugu hún hafa orðið eldinum að bráð og færist eldurinn nú í átt að Lalas, skógivaxið fjallendi norðvestur af Ólympíu samkvæmt fréttaflutningi frá Grikklandi. 

Ólympía og nærliggjandi svæði, sem eru vanalega á þessum árstíma yfirfull af ferðamönnum, hafa verið rýmd. 

Svipaður fjöldi slökkviliðsmanna berst við eldana í eyjunni Evíu um 200 kílómetrum austur af Aþenu.

BBC tók saman myndskeið þar sem sjá má frá eldunm og fólk flýja heimili og sumarbústaði á bátum. Sjá má fréttamyndskeið BBC hér: 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert