Bólusettir mega brátt ferðast til Bandaríkjanna

Joe Biden sagði á blaðamannafundi í dag að verið væri …
Joe Biden sagði á blaðamannafundi í dag að verið væri að undirbúa opnun landamæranna. AFP

Bandaríkin huga nú að því að hleypa bólusettu fólki frá öllum löndum inn fyrir landamærin, á öruggan og tryggan hátt, að því er fram kom í erindi Joe Biden Bandaríkjaforseta á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag. 

Á mánudaginn höfðu 70% fullorðinna Bandaríkjamanna þegið bólusetningu við Covid-19.

Sagði Biden að nú sé í vinnslu langtímaáætlun sem miði að því að fullbólusettir geti ferðast til Bandaríkjanna, án þess að tilgreina þó hvenær það yrði. Starfshópur vinnur nú að því að setja á fót öruggt kerfi svo hægt sé að opna landið á ný.

Bandaríkin hafa verið lokuð meðal annars fyrir Evrópuambandslöndum, Íslandi, Bretlandi, Kína og Íran í meira en ár vegna faraldursins. Nýlega heimiluðu Evrópusambandslönd ferðalög frá Bandaríkjunum, að því gefnu að komufarþegar séu fullbólusettir eða hafi skilað neikvæðu PCR-prófi, meðal annars til þess að ýta ferðaþjónustunni í gang í ríkjum á borð við Grikkland, Spán og Ítalíu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert