Hið minnsta sautján brúðkaupsgestir létust þegar eldingu laust niður í brúðkaupsveislu í Bangladess.
Fjórtán aðrir, þeirra á meðal brúðguminn, slösuðust. Brúðurin var ekki viðstödd.
Hópurinn var að yfirgefa bát við bæinn Shibganj og var á leið á heimili brúðarinnar þegar eldingunni laust niður. BBC greinir frá því að um nokkrar eldingar hafi verið að ræða.
Á hverju ári verða hundruð manna í Suður-Asíu fyrir eldingu. Árið 2016 skilgreindi Bangladess eldingar sem náttúruhamfarir eftir að fleiri en 200 létust vegna eldinga á einum mánuði, þar á meðal 82 á einum degi.