Þúsundir Grikkja og Tyrkja flýja skógarelda

Grikkir og Tyrkir hafa barist undanfarna daga við skógarelda sem hafa sprottið upp á stóru svæði á meðan mesta hitabylgja í áratugi ríður yfir, en hitin er á bilinu 40 til 45 gráður. Þúsundir hafa þurft að yfirgefa heimili sín til að flýja eldana.

Tveir hafa látist á Grikklandi þar af einn slökkviliðsmaður. Hinn sem lét lífið var Konstantinos Michalos, forseti viðskiptaráðs Aþenu, og fannsr hann meðvitundarlaus í verksmiðju skammt frá logandi eldinum.

Fjöldi fólks á flótta undan skógareldum ganga um borð í …
Fjöldi fólks á flótta undan skógareldum ganga um borð í ferju í gríska bænum Limni. AFP

Af þeim 99 eldum sem tilkyntir voru á fimmtudag logaði enn í 56 þeirra á föstudag, upplýsir Nikos Hardalias, ráðherra samfélagsöryggis í Grikklandi. Um 450 slökkviliðsmenn hafa verið kallaðir til að hjálpa starfsbræðrum sínum í baráttunni við eldana og hefur fengist liðsauki frá Frakklandi, Sviss, Rúmeníu, Svíþjóð, Ísrael og Kýpur. Þá hafa erlendu ríkin einnig boðið fram flugvélar til aðstoðar.

Miklir elda loga við Kyrynthos.
Miklir elda loga við Kyrynthos. AFP
AFP

Forseti Tyrklands gagnrýndur

Í Tyrklandi liggja átta í valnum og hafa tugir verið lagðir á sjúkrahús. Þar í landi hafa eldarnir logað í tíu daga og er stöðugt verið að rýma fleiri svæði í fimm héröðum landsins, þar á meðal ferðamannastaðanna Antalya og Mugla.

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur sætt harðri gagnrýni fyrir að hafna aðstoð erlendra ríkja í baráttur við eldin. Jafnframt hefur stjórnarandstaðan vakið athygli á skýrslu sem sögð er sýna fram á að fjárframlög til forvarna gegn skógareldum hafi verið skert töluvert í valdatíð forsetans.

“Það mætti ganga svo langt að segja þetta landráð í ljósi þeirrar stöðu sem up per komin,” segir Murat Emir, þingmaður stjórnarandstöðunnar, um skýrsluna.

Tyrkneskur sjálfboðaliði í Akcayaka tekur sér stutt hlé frá störfum.
Tyrkneskur sjálfboðaliði í Akcayaka tekur sér stutt hlé frá störfum. AFP
Barist er hart við eldana sem loga víða í Tyrklandi.
Barist er hart við eldana sem loga víða í Tyrklandi. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert