Grikkir og Tyrkir hafa barist undanfarna daga við skógarelda sem hafa sprottið upp á stóru svæði á meðan mesta hitabylgja í áratugi ríður yfir, en hitin er á bilinu 40 til 45 gráður. Þúsundir hafa þurft að yfirgefa heimili sín til að flýja eldana.
Tveir hafa látist á Grikklandi þar af einn slökkviliðsmaður. Hinn sem lét lífið var Konstantinos Michalos, forseti viðskiptaráðs Aþenu, og fannsr hann meðvitundarlaus í verksmiðju skammt frá logandi eldinum.
Af þeim 99 eldum sem tilkyntir voru á fimmtudag logaði enn í 56 þeirra á föstudag, upplýsir Nikos Hardalias, ráðherra samfélagsöryggis í Grikklandi. Um 450 slökkviliðsmenn hafa verið kallaðir til að hjálpa starfsbræðrum sínum í baráttunni við eldana og hefur fengist liðsauki frá Frakklandi, Sviss, Rúmeníu, Svíþjóð, Ísrael og Kýpur. Þá hafa erlendu ríkin einnig boðið fram flugvélar til aðstoðar.
Í Tyrklandi liggja átta í valnum og hafa tugir verið lagðir á sjúkrahús. Þar í landi hafa eldarnir logað í tíu daga og er stöðugt verið að rýma fleiri svæði í fimm héröðum landsins, þar á meðal ferðamannastaðanna Antalya og Mugla.
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur sætt harðri gagnrýni fyrir að hafna aðstoð erlendra ríkja í baráttur við eldin. Jafnframt hefur stjórnarandstaðan vakið athygli á skýrslu sem sögð er sýna fram á að fjárframlög til forvarna gegn skógareldum hafi verið skert töluvert í valdatíð forsetans.
“Það mætti ganga svo langt að segja þetta landráð í ljósi þeirrar stöðu sem up per komin,” segir Murat Emir, þingmaður stjórnarandstöðunnar, um skýrsluna.