Reykurinn nær alla leið á norðurpólinn

Skógareldar geisa víðs vegar um Síberíu og leggur nú reyk …
Skógareldar geisa víðs vegar um Síberíu og leggur nú reyk alla leið til Norður Pólsins. AFP

Skógareldar geisa nú víðs vegar í Síberíu en tæplega 3,4 milljónir hektara standa nú í ljósum logum. Á föstudag var meirihluti Rússlands undirlagður í reyk og nær hann nú alla leið á norðurpólinn.

Meðal þeirra svæða sem hafa lent hvað verst í eldunum er Yakutia-hérað sem er eitt stærsta og kaldasta hérað Rússlands. Hitabylgja og þurrkar á svæðinu hafa gert það að verkum að það er nú útsettara fyrir skógareldum en áður.

Skógræktarfélag Rússlands segir eldana þá næststærstu frá því um aldamótin síðustu en yfir 14 milljónir hektara hafa nú brunnið.

Á gervihnattarmyndum NASA sést að reyk leggur alla leið frá Yakutia-héraði til norðurpólsins, sem er yfir 3.000 kílómetra vegalengd. Segir NASA þetta fyrsta sinn í sögunni sem slíkt hefur verið skrásett.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka