Andrew Cuomo segir af sér

Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York-ríkis, hefur sagt af sér.
Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York-ríkis, hefur sagt af sér. AFP

Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York-ríkis, hefur sagt sig frá embætti sínu. Afsögnin tekur gildi eftir 14 daga.

Cuomo hefur verið áberandi í fjölmiðlum nýlega en 11 konur hafa stigið fram og sakað hann um kynferðislega áreitni. Er Brittany Comisso, fyrrverandi aðstoðarkona hans, meðal þeirra. 

Í niðurstöðu óháðrar rannsóknar á málinu kemur fram að Cuomo hafi gerst sekur um að kynferðislega áreita konurnar. Hefur hann hafnað öllum ásökunum en getur nú átt von á að vera ákærður fyrir embættisbrot.

Skynsamlegast að stíga til hliðar

Í kjölfar niðurstöðunnar kallaði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, eftir því að Cuomo myndi segja af sér.

„Vegna kringumstæðna tel ég skynsamlegast að ég stígi til hliðar og leyfi ríkisstjórninni að taka stjórnvölinn," sagði Cuomo.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert