Dauðarefsing yfir Kanadamanni staðfest

Robert Lloyd Schellenberg í dómsal árið 2019.
Robert Lloyd Schellenberg í dómsal árið 2019. AFP

Kínverskur dómstóll hefur staðfest dauðarefsingu yfir kanadískum ríkisborgara sem var dæmdur fyrir eiturlyfjasmygl.

Málið hefur skaðað samskipti landanna tveggja mikið undanfarin ár.

Robert Lloyd Schellenberg var dæmdur í 15 ára fangelsi árið 2018. Dóminum var síðar breytt í dauðarefsingu, nokkrum mánuðum eftir að deilur hófust á milli kínverskra og kanadískra stjórnvalda eftir að Meng Wanzhou, fjármálastjóri kínverska raftækjafyrirtækisins Huawei, var handtekin í Kanada.  

Dauðarefsingin yfir Schellenberg var staðfest einni viku eftir að Meng hóf á ný baráttu sína fyrir dómstólum gegn því að hún verði framseld frá Kanada til Bandaríkjanna.

Sendiráð Kanada í Peking.
Sendiráð Kanada í Peking. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka