„Það sem hann gerði við mig var glæpur“

Brittany Commisso er fyrrverandi aðstoðarmaður Andrew Cuomo ríkisstjóra.
Brittany Commisso er fyrrverandi aðstoðarmaður Andrew Cuomo ríkisstjóra. Skjáskot/CBS

Brittany Commisso, fyrrverandi aðstoðarmaður Andrew Cuomo, er fyrst ellefu kvenna sem saka hann um kynferðislega áreitni til þess að stíga fram opinberlega. Cuomo er ríkisstjóri New York-ríkis í Bandaríkjunum og þverneitar ásökunum.

Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York-ríkis í Bandaríkjunum.
Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York-ríkis í Bandaríkjunum. AFP

Comisso kom fram viðtali við fréttastofu CBS sem birtist í gær og lýsti áreitni sem hún varð fyrir í starfi sínu fyrir Cuomo. 

Það sem hann gerði við mig var glæpur,“ segir Comisso sem er 32 ára gömul.

Hún segir að Cuomo hafi gert óviðeigandi ábendingar um útlit hennar og spurt út í sambandsstöðu Comisso eftir að hún hóf að starfa fyrir hann. Þá hafi hann faðmað hana á óviðeigandi hátt og kysst hana á varirnar án hennar samþykkis. 

Þorði ekki að stíga fram

Comisso sakaði ríkisstjórann einnig um að hafa snert rass hennar þegar ljósmynd var tekin af þeim saman og að hafa eitt skipti farið inn á blússu hennar og káfað á brjóstum hennar. Hún sagðist ekki hafa sagt frá reynslu sinni fyrr þar sem hún héldi að henni yrði ekki trúað. 

„Ég var hrædd um það að ef ég stigi fram, og upplýsti um hver ég er, myndu ríkisstjórinn og stuðningsmenn hans ráðast á mig, að þeir myndu sverta nafn mitt eins og ég hef orðið vitni að þeim gera við fólk áður,“ segir Commisso í viðtalinu.

Á miðviku­dag kynnti rík­is­sak­sókn­ari New York, Le­titia James, 168 blaðsíðna skýrslu um hátt­semi Cu­omos. Þá hefur mikill fjöldi þingmanna og annarra óskað eftir afsögn Cuomo, meðal annars Joe Biden Bandaríkjaforseti. Ríkisstjórinn sætir nú sakamálarannsókn í  Al­bany, rík­is­höfuðborg New York, og er Comisso vitni í því máli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert