Fleiri en 100 Covid-19-dauðsföll á dag í Bretlandi

Um 25 þúsund ný tilfelli greinast nú daglega í Bretlandi.
Um 25 þúsund ný tilfelli greinast nú daglega í Bretlandi. AFP

Annan daginn í röð hafa fleiri en 100 manns látist í Bretlandi af völdum kórónuveirunnar. Í gær létust 146 sem er annar hæsti fjöldi dauðsfalla þar í landi síðan 12. mars þegar 175 létust á einum degi.

Á hverjum degi greinast nú um 25 þúsund ný tilfelli í Bretlandi þrátt fyrir að tæplega 90% þjóðarinnar hafi fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni. Um 47 milljónir eru fullbólusettar eða um 75% þjóðarinnar. 

Sajid Javid heilbrigðisráðherra
Sajid Javid heilbrigðisráðherra AFP

Sajid Javid heilbrigðisráðherra segir að boðið verði upp á örvunarskammta með haustinu en óvíst er hversu margir fá þá skammta. 

Frétt á vef Sky news.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert