Talið er að nokkrir séu látnir eftir skotárás í bresku borginni Plymouth. Enn á eftir að staðfesta fjölda látinna en lögreglan í Plymouth hefur ráðlagt fólki að halda sig innandyra.
BBC greinir frá. Þá greindi fréttastofa Sky News frá því að um skotárás hafi verið að ræða og árásarmaðurinn sé látinn.
Tilkynnt var um atvikið um sexleytið í dag en útlit er fyrir að ástandið sé alvarlegt þar sem fjöldi viðbragðsaðila hefur verið sendur á vettvang; lögreglubílar, sjúkrabílar, sérsveitir, sjúkraþyrlur og bráðaliðar.
Uppfært kl. 20.33: Breski þingmaðurinn Johnny Mercer segir í færslu á Twitter að atvikið sé ekki hryðjuverkatengt (e. terror related) og hinn grunaði gangi ekki laus í Plymouth.
Fréttastofa Plymouth Live hefur biðlað til fólks að deila ekki myndbandi af atvikinu, sem virðist nú vera í dreifingu.
Plymouth er hafnarborg í Devon-héraði í Suðvestur-Englandi og er íbúafjöldi þar 234.982.
The incident is not terror related, and neither is the suspect on the run in Plymouth. Remain calm. It is for the Police to confirm further details. Do not repost chatter or gossip; work with them. We have the best cops in the land.
— Johnny Mercer (@JohnnyMercerUK) August 12, 2021
Good evening - we are aware of video footage circulating on social media related to the unfolding police incident in Plymouth this evening. We ask you to be respectful and please to not to share it. Please report anything you see that is distressing. Take care and stay safe.
— Plymouth Live (@Plymouth_Live) August 12, 2021
Fréttin verður uppfærð.