Talibanar nálgast höfuðborgina óðfluga

Hermaður talíbana stendur vörð við höfuðstöðvar lögreglunnar í borginni Ghazni …
Hermaður talíbana stendur vörð við höfuðstöðvar lögreglunnar í borginni Ghazni í dag. AFP

Talibanar hafa náð yfirráðum yfir borginni Ghazni í Afganistan. Hún er aðeins 150 kílómetrum frá höfuðborginni Kabúl.

Um mikilvægan áfanga er að ræða fyrir hersveitir talibana en síðustu vikuna hefur þeim tekist að sölsa undir sig tíu héraðshöfuðborgir í landinu.

Innanríkisráðuneyti Afganistan staðfesti að borgin hefði fallið í hendur talibana.

„Óvinurinn náði stjórninni,“ sagði talsmaðurinn Mirwais Stanikzai, við fjölmiðla.

Stjórnvöld í Kabúl hafa boðið samningamönnum talibana í Katar að þau deili völdum með talibönum gegn því að bardögum linni, að sögn ónafngreinds heimildarmanns innan starfsliðs ríkisstjórnarinnar í Doha, höfuðborg Katar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert