Tugir þúsunda almennra borgara í Afganistan hafa neyðst til að flýja heimili sín á síðustu vikum vegna sóknar talíbana. Hundruð hafa látið lífið og fleiri meiðst. Talíbanarnir hafa lagt undir sig ný landsvæði daglega á sama tíma og erlendir hermenn hafa ekki haldið sig til hlés. Mitt á milli standa skelfingu lostnir borgarar.
Hvernig réttlætið þið ofbeldið, þegar litið er til þess sársauka sem það veldur fólkinu sem þið segist berjast fyrir?
„Þetta eru átök svo fólk deyr,“ sagði Ainuddin, fyrrum nemandi í trúarskóla sem er nú herforingi í grennd við borgina Mazar-i-Sharif, án þess að blikna, í samtali við BBC. Hann stóð í miðju þungvopnaðs mannfjölda þegar blaðamaður BBC ræddi við hann. Þá sagði hann talíbana reyna sitt besta til að „valda almennum borgurum ekki skaða“.
Þegar blaðamaður BBC bendir Ainuddin á að talíbanar hafi komið átökunum af stað segir Ainuddin:
„Nei. Ríkisstjórn okkar var steypt af stóli. Ameríkanarnir byrjuðu þetta.“
Um ríkisstjórnina í Kabúl, höfuðborg Afganistans, segir Ainuddin:
„Þeir eru ekki tilbúnir í að hafna vestrænni menningu svo við drepum þá.“
Lengri umfjöllun má nálgast á vef BBC