Á meðal þeirra sex sem létust í skotárás í borginni Plymouth í Bretlandi í gær var barn sem ekki hafði náð 10 ára aldri. Ekki er talið að um hryðjuverk sé að ræða og telur lögreglan að árásarmaðurinn, sem er á meðal hinna látnu, hafi endað eigið líf.
Guardian greinir frá.
Mikill fjöldi vopnaðra lögreglumanna mætti á vettvang eftir að skotárásin hófst um klukkan sex í gærkvöldi.
Luke Pollard, þingmaður svæðisins, sagði að um væri að ræða mjög slæman dag fyrir borgina og samfélagið. Á Twitter skrifaði hann:
„Ég er miður mín yfir því að barn undir tíu ára aldri hafi verið á meðal þeirra sem létust.“
Pollard breytti færslunni síðar og sagði að um „ungt“ barn hafi verið að ræða. Hann hvatti til stillingar.
People are waking up to the grim news that five people and the shooter have died in the #keyham shooting. Hearing that one of the dead is a small child is utterly heartbreaking. From 9am today Ford Primary School and local churches will be open as a safe space for the community
— Luke Pollard MP (@LukePollard) August 13, 2021