Barn á meðal hinna látnu í Plymouth

Lögreglumenn í Bretlandi. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti.
Lögreglumenn í Bretlandi. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti. AFP

Á meðal þeirra sex sem létust í skotárás í borginni Plymouth í Bretlandi í gær var barn sem ekki hafði náð 10 ára aldri. Ekki er talið að um hryðjuverk sé að ræða og telur lögreglan að árásarmaðurinn, sem er á meðal hinna látnu, hafi endað eigið líf. 

Guardian greinir frá.

Mikill fjöldi vopnaðra lögreglumanna mætti á vettvang eftir að skotárásin hófst um klukkan sex í gærkvöldi. 

Luke Pollard, þingmaður svæðisins, sagði að um væri að ræða mjög slæman dag fyrir borgina og samfélagið. Á Twitter skrifaði hann:

„Ég er miður mín yfir því að barn undir tíu ára aldri hafi verið á meðal þeirra sem létust.“

Pollard breytti færslunni síðar og sagði að um „ungt“ barn hafi verið að ræða. Hann hvatti til stillingar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert