Eldfjallið Etna hækkar um 30 metra

Etna er virkasta eldfjall Evrópu.
Etna er virkasta eldfjall Evrópu. DARIO AZZARO

Virkasta og hæsta eldfjall Evrópu, Etna, hefur hækkað um 30 metra síðustu sex mánuði. 

Etna, sem er á Skiley á Ítalíu, er nú 3.357 metrar yfir sjávarmáli og er því hærra en það hefur nokkurn tímann verið. 

Vaxtakippurinn er af völdum um 50 eldgosa sem hafa orðið í fjallinu frá því í febrúar. 

Syðri gígur fjallsins er nú hærri en „stóri bróðir“ hans í norðri en nyrðri gígurinn hefur verið hæsti punktur Etnu í 40 ár. 

Frétt á vef Live science.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert