Færast nær Kabúl – Neyðarfundur hjá NATO

Talíbani með handsprengju við höndina.
Talíbani með handsprengju við höndina. AFP

NATO munu halda neyðarfund í dag vegna stöðunnar í Afganistan, þar sem talíbanar sækja sífellt í sig veðrið og hafa nú náð völdum í einum þriðja héraðshöfuðborga landsins. 

Rétt í þessu bárust fréttir af því að talíbanar hafi lagt undir sig héraðshöfuðborg Logar, sem er í um 50 kílómetra fjarlægð frá Kabúl, höfuðborg Afganistans. Með þessu eru þeir sagðir hafa opnað sér leið að höfuðborginni. 

Staðan er slæm og hafa þúsundir þurft að flýja heimili …
Staðan er slæm og hafa þúsundir þurft að flýja heimili sín. AFP

Fólk flýr til Kabúl

„Nú eru talíbanarnir fyllilega við stjórnvöinn. Það eru engin átök í gangi sem stendur. Flestir eru flúnir til Kabúl,“ sagði þingmaðurinn Saeed Qaribullah Sadat í samtali við AFP.

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, mun leiða viðræður við aðildarríki NATO klukkan eitt eftir hádegi að íslenskum tíma. Ísland er eitt aðildarríkjanna. 

Í gær hertóku Talíbanar Kandahar, næststærstu borg Afganistans.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert