Sex féllu í skotárás í Bretlandi

Lögreglan í Bretlandi vinnur að rannsókn á tildrögum árásarinnar. Myndin …
Lögreglan í Bretlandi vinnur að rannsókn á tildrögum árásarinnar. Myndin tengist atburðunum í Plymouth ekki beint. AFP/JUSTIN TALLIS

Að minnsta kosti sex féllu, þar á meðal árásarmaðurinn, í skotárás sem átti sér stað um kvöldmatarleytið í borginni Plymouth í Bretlandi. Þetta hefur lögreglan þar í landi staðfest við fjölmiðla.

Tvær konur og tveir karlar létust á vettvangi atburðanna. Kona, sem einnig varð fyrir skotum, lést af sárum sínum á sjúkrahúsi skömmu síðar.

Lögregla hefur ekki enn gefið upp hvort árásarmaðurinn féll fyrir eigin hendi eða lögreglunnar en hann mun einnig hafa látist af skotsárum.

Talið er að hann hafi verið einn að verki og atvikið er ekki skilgreint sem hryðjuverk.

Nafn árásarmannsins hefur ekki verið gefið upp né nánari upplýsingar um fórnarlömbin. Breskir fjölmiðlar hafa upplýst að aðstandendum þeirra hafi verið gert viðvart um voðaverkið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert