Talíbanar hertóku næst stærstu borg Afganistan

Frá Kandahar.
Frá Kandahar. AFP

Kandahar, næst stærsta borg Afganistan, er nú í höndum Talíbana. Um er að ræða áfall fyrir sitjandi ríkisstjórn en stóran sigur fyrir talíbana. Borgin var einu sinni vígi talíbana en hún er er mikilvæg viðskiptum í landinu. 

„Í kjölfar mikilla átaka seint í gærkvöldi tóku talíbanar völdin í borginni Kandahar,“ sagði embættismaður á staðnum í samtali við Reuters. 

Talíbanar ráða nú að mestu ríkjum í norðurhluta Afganistans og hafa þeir öðlast völd í þriðjungi héraðshöfuðborga landsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert